Ég hef verið að velta því dálítið fyrir mér. Af hverju ekki að hafa rússnenska herinn sem ábót eða hluta af einhverju stóru patchi einn daginn ? Að sjálfsögðu eru MEC og Kínverjinn góði með öll helstu vopn rússnenska hersins. .En þá fyndist mér allt í lagi að bæta Rússunum við og einhverjum af þeirra nýrri vopnum. Bæði þar sem Rússinn er ennþá öflugt herveldi. Bara sem dæmi að þeir eru með stærsta og sterkasta skriðdrekaflota heimsins. Mörgum fyndist þetta bara óþarfa vinna og óþarfa viðbót....