Þá á hún að kaupa nýtt sjónvarp! Við erum með 4 :} Eitt í mömmu og pabba herbergi, þar er videotæki, það var í stofunni, en bilaði, og pabbi þoldi ekki að vera sjónvarpslaus svo að hann keypti nýtt. Þegar það kom úr viðgerð lá það bara á gólfinu inni í stofu, það var ekki fyrr en við fluttum sem það var notað, hjónaherbergið gamla var aðeins of lítið fyrir sjónvarp. Það er sjónvarpskort í tölvunni minni, ég get horft á sjónvarpið í tölvunni semsagt, fékk þetta í jólagjöf frá mömmu og pabba...