Það er kalt úti og hvasst. Hvít, sólarlaus birta svona eins og er algengast á Íslandi. Svo er ég þunnur. Ég er svangur en ég tel það ekki vera þess virði að fara fram og útbúa máltíð. Maginn hættir kannski að kvarta en sálin gerir það ekki.

Vonandi verður morgundagurinn betri. Ég vil ekki vera frjáls eins og fuglinn. Ég vil vera frjáls eins og björninn sem fær að sofa yfir veturinn. Ég vil sofna og vakna á betri tímum.

Bara ef lífið væri svona einfalt.