Það er náttúrulega jólamaturinn, svínabógur, hef fengið hann á öllum jólum fyrir utan þau fyrstu, sem er skiljanlegt því þann dag kom ég heim af fæðingardeildinni. Svo er það að sitja í kringum tréð, opna pakka og svona :} Á jóladag kemur svo alltaf systir mín með mann sinn og börn, við borðum saman hangikjöt með öllu tilheyrandi um eða yfir hádegi, og síðan er haldið af stað til ömmu og afa í Garðabæ, þar sem öll móðurfjölskylda mín hittist, þar er talað saman, drukkið yndislegt og jólalegt...