Jæja, klessisaga frá mér: Ég var niðri í miðbæ í bekkjarferðalagi, og var önnum kafinn að tala, og horfði til hliðar, og allt í einu BAMM! Ég klessti á svona kassa sem er eitthvað tengdur bílastæðinu, svona, miðagefari, risakassi sem ég klessti beint á með kinnina! DJÖFULL VAR ÞAÐ VONT!!! Það var samt æðislega fyndið ^^ Það er fyndið að meiða sig, nema þegar maður blotnar eða þannig, það er ekki gott, ég hata bleytu, nema þegar ég er ekki í fötum.