Jæja, í mesta sakleysi í aðal verslunarmiðstöð Íslands [Glerártorg] sat ég ásamt vinkonum mínum Þórdísi og Kristínu þegar þeim datt í hug að fara í Hagkaup. Ég ómögulega nennti að labba út í Hagkaup þannig að við fórum í Nettó í staðinn [sem er á Glerárt.] og þar datt Kristínu í hug að kaupa hárlit fyrir mig.
Jæja, til að gera langa sögu stutta er ég með SVART HÁR!!

*elski elski elsk*

Þið megið klappa núna.