Þegar pabbi var að búa til borð í bílskúrinn hjá okkur, fundum við fína plötu í Húsasmiðjunni Skútuvogi. Það voru nokkrar tegundir, nokkrar áferðir og litir og mismunandi breiddir, og svo saga þeir bara fyrir mann lengdina sem maður vill. Tékkaðu á þessu, þetta er voða þykk og fín plata, svipuð og er oft notuð í eldhúsinnréttingar, og kostar ekkert svaka mikið minnir mig.