Satt, næstum allt sem er vert að kalla Oldschool er farið, algjör synd. Það er engin spenna í þessu lengur, maður veit nokkurn veginn úrslit fyrir fram í keppnum, skjálfta, whatever … svoleiðis var það ekki hérna fyrir rúmum 2 árum. Þá var maður að tala um 6 til 8 topplið sem voru alltaf random seeduð nema ef til vill MurK sem dominateaði frammá seinasta dag. Samt var ávallt spenna kringum MurK t.d eftir að Love unnu þá á einhverjum skjálftanum og SiC komu fram á sjónarsviðið, maður vonaði...