Við erum greinilega ekki á sama borði með þetta, sem er bara gott alveg. Mér finnst þeim hafa hrakað frá því að þeir gáfu út frumraun sína, sem mér fannst bæði einlægust og kraftmest, auk þess að innihalda áhugaverðari pælingar, tónlistarlega séð. Og þetta með að John trommi betur en nokkru sinni áður; mér er slétt sama því að ég heyri nánast ekki neitt í trommunum þarna, og þaðan af síður bassanum. Platan væri eflaust skárri ef trommurnar væru meira áberandi í blöndunni. Og auðvitað væri...