Já, nýja System of a Down platan lak á netið og ég varð mér út um eintak af henni. Ákvað að skrifa þessa gagnrýni
Platan er í raun frekar lík Mesmerize, enda tekin upp á sama tíma, en af þessum tvem verð ég að segja að mér finnst Mesmerize betri. Mun fjölbreyttari plata það. Hypnotize einkennist í raun af hröðu gítarspili og klunnalegum tilraunum Darons til að syngja. Platan jaðrar við að vera sóló-verkefni Darons, semur flesta textana, lögin, syngur og sér um gítarinn. Öll önnur hljóðfæri hafa líka verið færð aftar í blöndunni í þeim tilgangi að gítar og söngur Darons fari ekki framhjá neinum. Leiðinda mikilmennskubrjálæði í manninum.
Þetta þýðir þó ekki að platan sé slöpp í gegn, það er hún ekki. Nokkur góð lög, nokkur frábær, og nokkur undir meðallagi. Held að ég geri þessari plötu best skil með því að gagnrýna hvert og eitt lag sérstaklega.
Attack
Hefst á klikkuðu og hröðu gítarrúnki frá Daron. Sumum á eftir að líka þetta, aðrir eiga eftir að hata þetta. Lagið róast niður, en það varir ekki lengi. Restin af laginu er nokkuð þétt, svipar til War? af fyrstu plötunni og hefur skemmtilegt viðlag “We attack! Attack, attack, attack with pesticide!” Serj sér um sönginn hér, sem betur fer, enda færi þetta lag Daron hræðilega. Mjög aggressíft lag, myndi virka ágætlega ef þú heyrðir það úr samhengi við plötuna. 7/10.
Dreaming
Byrjunin er mjög lík War? (sem er gott), en það breytist um leið og söngurinn bætist við. Serj byrjar að syngja, fljótlega bætast hraðar trommur við (synd hvað það heyrist lágt í trommunum á þessum disk) og svo bætast 2 önnur lög af söngi við svo að ómögulegt verður að greina hvað er verið að segja. Skapar mjög kaótískt andrúmsloft og heppnast mjög vel. Lagið róar sig niður í smástund, Daron og Serj syngja rólegan dúett saman. En lagið skiptir snögglega um gír, fer aftur yfir í hraðar trommu og 3 lög af söngi, allir að syngja mismunandi hlut. Þetta endurtekur sig svo aftur áður en það kemur að breakdowninu, einsöng Darons. Svo fáum við meira af því sama eftir það. Lagið hefði mátt vera styttra, sekkur niður í meðalmennsku útaf þessum endurtekningum. 6/10
Kill Rock ‘N Roll
Daron sér um meirihlutann af sönginum hér, Serj og hann skiptast á línum í versinu og Serj syngur eitthvað með honum undir lokin. Ef Daron fer í taugarnar á ykkur munið þið hata þetta lag, röddin hans er stelpulegri en nokkru sinni áður hér. Lagið byrjar hægt, byggir upp smá spennu áður en Daron fer að væla eitthvað um að drepa rokk og ról. Lítið hægt að segja um þetta lag, hefðbundin (gott ef bara ekki formúlukennd) uppbygging. Annað lag sem er ekki langt yfir meðallagi. 6.5/10
Hypnotize
Mjög gott lag bara. Gott intro, og mjög flott skipting yfir í lagið sjálft síðan. Daron og Serj skipta söngnum með sér hérna og Daron stendur sig ágætlega á þessu lagi. Líka skemmtilegur, pólitískur texti “Why don’t you ask the kids at Tiananmen Squere? Was fashion the reason why they were there?” spyr Serj, sem Daron svarar með “They disguise it, hypnotize it. Television made you buy it.” Afslappaðra lag en þau sem voru á undan, rólegt tempo, enginn að flýta sér. 8/10
Stealing Society
Byrjar mjög hresst, með nokkrum “Yeah!” og “Alright!” en breytir svo alveg um andrúmsloft, verður frekar sorglegt og minnir smávegis á Boom!. Breakdownið skemmir þessa stemmingu svo með óþólandi söng og lélegum texta. Endar svo nákvæmlega eins og það byrjaði.
Tentative
Meðalmennskan uppmáluð. Fylgir sömu formúlu og flest annað á þessum disk. Byrjar á mjög hröðum gítar, hljómar nákvæmlega eins og byrjunin á Attack. Eitthvað farið að slá á sköpunargleðin hjá SoaD. Þegar lagið er um það bil hálfnað dettur krafturinn og hraðinn iður og virkilega rólegur, melódíksur og umfram allt tilgerðarlegur kafli tekur við. “Where do you expect us to go when the bombs fall?” Í alvöru, Soad á að geta gert betur en þetta. Þessum kafla fylgir svo virkilega fyrirsjáanlegur hraður kafli. Gott ef þetta er ekki bara versta lag SoaD frá upphafi. 4/10
U-Fig
Þetta er ágætlega grípandi lag, sérstaklega versið; “Melt in the sun! Melt in the sun! Who wants to come with me and melt in the sun?!” Ágæt intro líka alveg, viðlagið er þolanlegt. Svo er frekar cheesy breakdown sem reynir hálfpartinn að vera Ego Brain. Lagið fylgir sömu formúlu og flest annað þarna en hljómar nokkuð ferskara en restin af lögunum. 7/10
Holy Mountains
Þetta lag er það lengsta á plötunni og líkist gamla System mest af öllum þessum lögum. Daron syngur líka ekkert hér, sem er plús. Mjög flott lag, intro í svipuðum stíl og Aerials og fer svo yfir í nokkuð rokkaðri kafla í anda Steal this album disksins og þaðan í rólegt verse. Skrítinn hljómur í því, alls ekki týpískt af System. Viðlagið er svo hiklaust hápunktur lagsins (gott ef ekki bara disksins); “LIAR! KILLER! DEMON! Back to the river on a stream…” Breakdownið í laginu er líka algjör snilld, rokkað og hæfilega hratt. Inniheldur einnig örlítið breytt viðlag, kemur mjög flott út. “They have returned, rushing on the mountainside. We have learned that you have no HONOR! mURDERER! sODOMIZER! Back to the river on a stream…” Geggjað lag 8.5/10
Vicinity of Obscenety
Thumbs down. Þetta lag snýst meira um húmor en nokkuð annað. Serj leikur sér smávegis að röddinni sinni, verst að hann er ekki að syngja neitt af viti. “Banana, banana, banana, banana terrecotta. Banana Terrecotta, terrecotta pie.” Pælingar þarna á ferð. Svo er einhver klámmynda effect í gangi í viðlaginu, fyndið þegar þú heyrir þetta fyrst, en vá hvað hann er farinn að fara í taugarnar á mér eftir nokkrar hlustanir. 5.5/10
She's like herion
Flott lag, góður húmor í laginu, en ólíkt laginu á undan treystir lagið ekki eingöngu á húmorinn og verður þessvegna ekki eins þreytt strax. Kúl intro, fer svo yfir í verse þar sem Daron syngur nokkuð fyndinn texta á háu nótunum, með svolítið klikkaðri rödd. Viðlagið er síðan ágætt, en skemmir hálfpartinn skuggalegu stemminguna sem Daron náði að skapa. “Ass! Selling ass for heroin!” er endurtekið fjórum sinnum í viðlaginu, frekar kjánalegt, en samt fínn húmor. Týpískt lalalala breakdown sem fer svo yfir í síðasta versið, nema í þetta skiptið eru trommurnar æstari, og gítarinn víkur fyrir mjög flottum tölvuhljóðum/syntha. Svo fyrir loka bar-ið hætta öll hljóðfæri nema gítar og Daron syngur mjög flott yfir; She's like heroin, sipping through a little glass. I'm looking for some help, I need someone to save my ass“ 8/10
Lonely Day
Ég bara get ekki hraunað nóg yfir þetta lag. Allar slæmu hliðar System koma mjög greinilega fram hérna. Daron hefur aldrei verið jafn pirrandi og einmitt hérna, textasmíðarnar á pari við Blink. Þeir reyna að skapa sorglega stemmingu hérna en nei. Bara nei. Tekst ekki. Daron reynir allt of flókin lick sem röddin hans bara höndlar ekki, og ekki nóg með að textarnir séu slæmir, aðallínan, sem er einmitt endurtekin andskoti oft, gengur ekki einu sinni málfræðilega upp. ”It's the most loneliest day of my life“ Hvað voru þeir að spá? Einnig mistekst Daron að stilla sig á gítarnum, allir eru að spila frekar hægt, en hann heimtar að taka sóló fyrir miðjuna á laginu. Ók, það byrjar bara vel, fer svo út í að vera frekar hratt fyrir þetta lag og svo að lokum missir hann sig í ruglað hröðu shreddi sem passar engann veginn inn í lagið og er bara slæm tónsmíði í gegn. 4/10
Soldier Side
Fínt lag fyrir utan nokkuð pirrandi tremolo gítar. Textasmíðarnar aftur komnar í gott horf. Byrjar á ekkert sérstöku intro-i, fer svo yfir í verse sem byrjar vel þangað til þessi tremolo gítar kemur inn í. Allt of hraður fyrir þetta lag. En síðasta mínútan eða svo af þessu lagi er algjör snilld, pirrandi gítarinn hættir og Serj fer að syngja á sömu nótum og Mesmerize byrjaði. ”Welcome to the soldier side, there is no one here but me" Mjög flottur og viðeigandi endir á þetta alltsaman. 8/10

Já, diskurinn var semsagt vonbrigði með einstaka góðum lögum inn á milli. Leiðinlega formúlukenndur, fékk hann fyrir örfáum dögum og er strax kominn með leið á flestu þarna.