Ég var orðin svo þreytt í gær að ég tók ekki eftir þessari spurningu: en hvernig er þetta hjá þér..ertu í e-h erfiðum fögum núna? Þannig ég svara henni bara núna :P Ég er ekkert í það erfiðum áföngum..reyndar finnst mér íslenskan svolítið erfið..er í ísl 403. Áfanginn er ekkert erfiður þannig lagað..bara að greina ljóð og svona, en prófin eru erfið..koma alltaf svaka ruglingslegar krossapurningar. Myndi vilja skriflegar :P Annars held ég nú að ég nái öllu hinu..verð bara að læra mikið fyrir...
Ahh, já.. Auðvitað hefur tónlist einhver áhrif. T.d fatastíl, lífstíl ofl. Ég er samt ekki á því að fólk verði dópistar bara vegna þungarokks. Þá þarf eitthvað meira til, þýðir ekki bara að kenna tónlistinni um. Það er eins og að segja að allir þeir sem hlusta á þungarokk séu dópistar vegna þess að sumir dópistar hlusti á þungarokk.
Æi, hættu að vera svona ógeðslega bitur. Afsala þér íslenskum ríkisborgararétt, come on, þetta getur ekki farið svona mikið í taugarnar á þér. Mér finnst ho ho ho we say hey hey hey æði og finnst við ættum að senda það!^^
Haha, jájá..ég gerði nú þennan kork því mér leiddist :P Já..annars verð ég líka að vita hvað ég ætla að segja, skil ekki suma sem segja bara: ,,já..ég segi bara eitthvað" þegar það er að fara að tala fyrir framan einhverja :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..