Ég hef svosem ekkert mikið að kvarta við að hækka bílprófsaldurinn, held að það breyti voðalega litlu máli fyrir utan það að það er svekkjandi fyrir þá sem lenda í breytingunni. Hinsvegar finnst mér öllu verra, það frumvarp sem fjallar um að banna unglingum að keyra á vissum tíma sólarhringsins, t.d. milli 12 og 6 á nóttunni. Heyrði bara í ökuskólanum að eitthvað svoleiðis væri að koma inn á Alþingi líka.