Þetta á kannski ekki beint heima hér en ég þekki eina stelpu sem þjáist af gífurlegri kvenfyrirlitningu sem mér finnst svo undarlegt vegna þess já hún er kvenmaður sjálf. Hún bara gjörsamlega hatar kvenfólk og finnst þær ógeðslegar og falskar. T.D fyrirlítur píkur alveg gífurlega henni finnst það ógeðslegasta sem til er sem er skondið vandamál fyirir hana vegna þess að hún fyrirlítur sína eigin. Henni finnst allar konur vera hórur

og hún er engin undantekning á því og lítur á sjálfan sig sem ógeðselga hórur bara vegna þess að hún er kvenkynst, Hún er T.D. á þeirri skoðun að kvenfólk er veikara kynið og á ekki heima á vinnustöðum, Hún er á þeirri skoðun að kvenmenn eiga hreinlega bara að halda sig innandyra og ala krakkar. Hvert skipti sem hún sér konur á flottum bílum seigir hún alltaf (Kellingar eiga ekki að keyra svona bíla) T.D. í bíómyndum eða hvað sem er þegar kona er á einhverjari glæsikerru verður hún hreinlega bara pirruð.

Ég skil ekkert í svona hegðun. Það er eitthvað meira lítið að hjá henni að vera með svona skoðanir og þetta er engin brandari hún hefur og er í meðferð út af þessu þetta er þráhyggja. Hún er alveg á hreinu að konur eiga ekki að hafa frjálsan vilja og eiga bara að þóknast sínum eiginmanni og halda kjafti. Hún er T.D ekki á móti nauðgunum og er á þeirri skoðun að þessir karlmenn eru bara að taka það sem þeir eiga rétt á.

Konur eru hlutur, og eru bara til til þess að skemmta karlmönnum og ala börn eins og hún sí endurtekur í hvert skipti sem einhver kona verður kosin eitthvað á þingi einhverstaðar. Hún sér konur sem bara eitthvað ógeðslegt fyrirbrigði, skrímisli og hórur.

Hún er T.D á þeirri skoðun að karlmenn sem lemja konurnar sínar meiga það vel enda eru þær í eigu karlmannsins og geta þeir gert hvað þeim sýnist og auðvita þarf að tryggja að þessar “heimksu beljur” eru ekkert að reyna hafa frjálsan vilja og þarf að lemja vitið í þær allar

Þessi stelpa er ekki lengur kunningjakona mín enda vil ég ekki hanga með konu sem hugsar svona um mig og mínar kynsystur.

Ég er svo furðulostin yfir þessu og hefur þessar skoðanir verið að vaxa hjá henni, hún var ekki svona fyrst til að byrja með. Jú jú hún var með smá svona skoðanir en ekkert á borð við þetta.