Það er mikið af kynlífslýsingum í þessu. Ísfólkið er ástæðan fyrir því að ég byrjaði að lesa ástarsögur og varð forvitin um kynlíf. Svo breyttist allt og ég hætti að lesa ástarsögur :P
Það er svo hræðilega mikið af innsláttar- og stafsetningarvillum í þessum bókum að ég var að klikkast þegar ég las þær. Ég las þær líka frekar hratt, á 3 mánuðum minnir mig, og mér fannst eins og það væru bara svona 5 persónur í bókunum, þær væru alltaf eins frá kynslóð til kynslóðar. Þessar bækur eru allaveganna ekki mín hugmynd af vel skrifðuðum bókum, frekar svona niðurhrip af góðri hugmynd. Það gæti samt bara verið þýðingin.
Haha, ég fór svo feitt ekki að sofa í nótt! Ég skal segja þér hvað ég gerði, það er mjög spennandi og lýsandi fyrir hinn persónuleikann minn, ef þú gengur úr Færeysku mafíunni. Og já, ég er að múta þér, enda ritari Spænsk-ítölsku mafíunnar.
Þetta er mjög flottur stíll. Með því að kjósa að skrifa bara það sem ein persónan í sögunni segir, hveturðu lesandann til þess að ímynda sér sjálfur hvað er að gerast. Ímyndunaraflið er svo öflugt að sagan verður öflug, það er að segja ef lesandinn hellir sér virkilega í lesturinn. Þetta er svona svoldið eins og útvarpsleikrit. Ég hefði ekki haft jafn gaman að þessu í gærkvöldi :P
Ok, ég skal orða þetta örðuvísi: Hún virkar ennþá eftir 4 eða 5 ára notkun af Lyklapétri og engir peningar hafa horfið á dularfullan hátt af bankareikningnum okkar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..