Einn daginn heyrðist tónlist Hatebreed berast út úr herberginu mínu. Mamma spurði mig hvort það væri eitthvað að og ég horfði á hana eins og það væri eitthvað að henni. Tveimur dögum seinna var tónlistin orðin hærri og ég var orðin “sorgmæddari” (að móður minnar áliti) svo hún tók mig með sér á leiðinni í vinnuna (hún vinnur á heilssugæslustöðinni) og henti mér inn til sálfræðings og útskýrði fyrir honum “ástandið” og bað hann um að tala við mig. Hann sagði við hana í hneykslunartón: “Inga...