Ég á mjög svo æðislega ættingja sem gefa mér ekki mikið annað en bækur sem mér finnst fínt, og já ég nota mestallan peninginn minn í að kaupa mér bækur =) Ég elska bækur. Ég les allar bækur. Nuna í dag var ég að klára að lesa The Dirt: Confessions of the world's most notorious rock band, sem er saga Mötley Crüe. Núna ætla ég hins vegar að byrja að krafla mér í gegnum Myrkvuð Ský eftir Þórarin Torfason =)