UPPFÆRSLA: Microsoft tilkynnti að hægt sé að setja inn viðbótina inn á Windows 2000 með Service Pack 2. Þeir sem hafa notað eldveggja-aðferðina ættu líka að loka fyrir UDP port 137, 138 og TCP port 593 að vélunum. Mælt er með því að allir athugi hvort að ormurinn er inn á vélinni því að eingöngu tölvur með Windows XP framkvæma niðurtalninguna, í öðrum kerfum en Windows XP er ormurinn nánast ósýnilegur. Þeir sem ekki eru með vefþjóna á vélunum ættu að loka fyrir port 80 og 443 á vélunum sínum.