ATH! <a href="http://www.microsoft.com/technet/treeview/?url=/technet/security/bulletin/MS03-026.asp">http://www.microsoft.com/technet/treeview/?url=/technet/security/bulletin/MS03-026.asp</a>

# Microsoft Windows NT® 4.0
# Microsoft Windows NT 4.0 Terminal Services Edition
# Microsoft Windows 2000
# Microsoft Windows XP
# Microsoft Windows Server&#8482; 2003

Eigendur þessara kerfa skulu SAMSTUNDIS ná í þessa mjög svo mikilvægu uppfærslu.
Í þessum skrifuðu orðum hefur undirritaður orðið vitni að stórfelldum árásum á íslenska windows notendur, árásum sem nýta sér þennan galla.

ATH! ÞESSI UPPFÆRSLA ER MJÖG MIKILVÆG!

Þetta ætti einnig að vera notendum kærkomin áminning um það hversu hættulegt netið er windows kerfum, og það að keyra með adsl tengingu án eldveggs muni ekki ganga til lengdar.


ATH!
Þeir sem hafa þegar orðið fyrir því að það hafi slokknað á þeirra vélum vegna þessa galla skulu athuga eftirfarandi:
1) Náið í removal tool á <a href="http://securityresponse.symantec.com/avcenter/venc/data/w32.blaster.worm.removal.tool.html">www.symantec.com</a>

2) Setjið inn uppfærsluna frá Microsoft.

Þið verðið að gera þetta í þessari röð, annars getið þið lent í vandamálum. Mæli einnig með safe mode til að geta gert þetta óhindrað.


Þeir sem eiga í vandamálum með að ná í patchinn ættu að lesa eftirfarandi:
Á meðan þú ert að laga þetta og error glugginn poppar upp tvísmelltu þá á klukkuna í hægri horninu og færðu tímann aftur á bak, þá gefur það þér meiri tími til þess að laga hann þ.e.a.s. tíminn á Shutdown lengist.

Það er einnig hægt að láta niðurtalninguna stoppa með því að framkvæma skipunina “shutdown -a” (án gæsalappa). Til að framkvæma hana, þá er hægt að ýta á Start hnappinn, fara síðan í Run… og slá þar inn “shutdown -a” (án gæsalappa).


<a href="http://slashdot.org/article.pl?sid=03/08/11/2048249">http://slashdot.org/article.pl?sid=03/08/11/2048249</a>


Þeir sem eiga ennþá í vandamálum ættu að lesa nákvæmari skilgreiningu á þessum ormi og því sem honum fylgir á <a href="http://www.hugi.is/windows/greinar.php?grein_id=16333359">http://www.hugi.is/windows/greinar.php?grein_id=16333359</a
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.