Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

HoddiX
HoddiX Notandi frá fornöld 38 stig

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“1. Þeir kölluðu sig ”National socialists“ eða nazi´s. Humm socialist, hringir það einhverjum bjöllum.” Þetta dæmi er frægt innan stjórnmálafræði, þó þeir hafi kallað sig “sósíalista” þá voru þeir það ekki fyrir fimmaura. Hringja kommúnistaofsóknir nasista engum bjöllum hjá þér? Alræði getur verið bæði til hægri og vinstri. Þetta áttu að vita.

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Miðað við mann sem predikar frelsi veistu furðulítið um það. 1) Stjórnmálastefnur koma innrásum ekkert við, þær geta gerst við hvaða stjórnskipulag sem er. 2) Pinochet var ekki nasisti. Bæði Margaret Thatcher, og uppáhald allra frjálshyggjumanna, Milton Friedman, studdu hann í nafni frjálss markaðar. Getur lesið það hérna ef þú vilt þrjóskast við: http://www.geocities.com/CapitolHill/1931/secC11.html 3) “eru frjálshyggjumenn hlynntir þrælahaldi?” Um hvað ertu að tala drengur? Ef þú ert að...

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hefurðu t.d. aldrei heyrt um Augusto Pinochet? Harðasta baráttumann frjálss markaðar allra tíma? Þar er t.d. tenging. Ef þú tekur efnahagsstefnu Pinochet, og blandar saman við stefnur anarkista um persónufrelsi, þá færðu út frjálshyggju. Þið vitið þetta ekki, og eruð svo hissa á að þið séuð ekki teknir alvarlega?

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Vinstri menn? Fyrst kallarðu anarkisma tengdan afnámi eignarréttar, og nú nasista vinstri menn? Þér að segja er nasismi það sama og fasismi, að viðbættri áherslu á þjóðerni. Fasismi er alræðiskapítalismi, og á því mun meira sameiginlegt með frjálshyggju en nokkurri vinstri stjórn. Mussolini sagði meira að segja sjálfur að korporatismi væri mun betra orð yfir stefnuna en fasismi (segir allt sem segja þarf), og þó nasistaflokkurinn hafi verið kallaður eftir þjóðernissósíalisma átti hann ekkert...

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“Þetta er náttúrulega bara rugl. Hann hefur engann heilagan rétt til að vinna hjá einstaklingum út í bæ. Ekki draga þá ályktun að vegna þess að fólk hafi frelsi til að vinna sé verið að brjóta á frelsi þeirra séu þau rekin. Það er nefnilega jákvæð skilgreining á frelsi og hún er kjánaleg. Þú nefndir ólögmætar uppsagnir. Það er til, því miður. En það er líka allt hjá hinu opinbera. Það átti að breyta þessu til að gefa ríkisreknum fyrirtækjum sama sveigjanleika og möguleika á hagræðingu og...

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“Auðvitað skiptir það máli. Það er allt annar hlutur að flytja úr landi eða að flytja á milli Breiðholts og vesturbæjar. Annars eru þessar umræður komnar út í algjört rugl. Aukin heldur er þetta með skotvopn eiginlega frjálshyggjulegt álitaefni.” Huh? Pointið er að það er alveg jafn mikil forræðishyggja ef hverfið ákveður að banna eitthvað, og ef landið eða bæjarsamfélagið ákveður það. Þá skiptir ekki máli hvort þú þurfir að flytja úr landi, eða úr hverfinu. Það sem máli skiptir er að þér...

Re: 10 bestu plötur gullaldarinnar! (Mitt mat!)

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hvað eruð þið að baula? Mk III er ekkert síðra en II, og það er ekkert asnalegt við David Coverdale.

Re: Manson

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“ertu ekki að sjá munin, það er engin neyddur til að flytja í hverfi þar sem vopnaeign væri ”bönnuð“, og verður fólk að gangast undir skilyrði þeirra sem reka götuna,hverfið. Annað er með ríkjið allir verða að gangast undir reglur þess.” Ertu tregur? Það er enginn að tala um að FLYTJA í hverfi, það er verið að tala um að BÚA í hverfinu FYRIR bannið. Ef hverfið sem ég bý í núna ákveður að banna reykingar innan þess, þá ert ÞÚ að segja að ég skuli annað hvort hætta að reykja eða flytja annað....

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“það væru mjög tarkmörkuð heimild fyrir því ap banna byssur í götum, þá yrðu lóðirnar eiginlega að vera leigðar út.” Og ef þær yrðu ekki leigðar út? Mætti maður þá eiga byssur? Þú ert strax farinn að andmæla því nákvæmlega sama og frjálshyggjuflokkurinn þykist standa fyrir. Þú ert að hamra á því að frelsi hvers og eins sé háð samþykki meirihlutans. Þá skiptir engu máli hvort um sé að ræða götu, hverfi, bæjarfélag, sýslu, eða land. Stærð úrtaksins skiptir engu máli.

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hvað þá með mann, sem hefur búið allt sitt líf í umræddu hverfi, búinn að safna byssum í 50 ár, og þ.a.l. kominn með stórt safn. Svo þegar hverfisbúar (allir aðrir en hann) ákveða að banna byssur í hverfinu, þá hefur hann tvo kosti: Flytja burt eða henda safninu. Finnst þér þetta ásættanlegt, og að hvaða leyti er þetta öðruvísi en þegar (lýðræðislega kosið) ríkisvaldið gerir þetta? Ég kalla þetta ekkert nema forræðishyggju. Hverfisbúarnir eiga ekki lóðina hans, og ættu því skv. ykkar rökum...

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Lastu ekki setninguna “án þess að skaða aðra”? Ég er að benda þér á að þú ert í mótsögn við sjálfan þig, með því að segja að menn hafi rétt til að gera hvað sem þeir vilja, svo lengi sem þeir skaða ekki aðra, en vilja samt leyfa *sumum* að banna skotvopnaeign. Þú ert að segja að: A: Ef meirihluti hverfis er á móti skotvopnaeign, þá er hann EKKI að kúga minnihlutann með því að banna hana, og að minnihlutinn geti “bara flutt burt”. B: Ef meirihluti þjóðar er á móti skotvopnaeign, þá ER hann að...

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“hvernig brýtur eigandi á starfsmanni með því að segja upp starfsamningi ? ástæðan fyrir uppsögnini skiptir engu máli.” Hefurðu heyrt talað um ólöglegar uppsagnir? Það er ástæða fyrir því að þær eru ólöglegar.

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“ef ríkjið setur lög um reykingar í sameign í fjölbýlishúsi er það forsjárhyggja, ef íbúar blokkar ákveða í sameiningu að setja þær reglur að reykingar eru væru bannaðar í sameign er það ekki forræðishyggja. ef reykingamenn vilja endilega reykja í sameigninni geta þeir haft sýna eigin blokk.” Hvað varð um að mega gera hvað sem maður vill, svo lengi sem það skaðar ekki aðra? Maðurinn getur alveg reykt í blokkinni án þess að skaða aðra, burtséð frá því hvort hinir íbúarnir sætti sig við það...

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Sá þetta ekki: “Ég er með spurningu. Ef ég ætti fyrirtæki og myndi ákveða að reka einn starfsmann, væri ég þá að brjóta gegn frelsi hans?” Þetta er ekki já-eða-nei spurning. Það er stór munur á því hvort þú rekir mann til að bjarga fyrirtækinu, eða þér sjálfum til skemmtunar. Ef þú rekur mann því þér leiðist og finnst það fyndið, þá ertu svo sannarlega að brjóta á honum.

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ertu alveg tómur? Ef íbúar hverfis setja reglur um skotvopnaeign, þá er það skólabókardæmi um forræðishyggju, á nákvæmlega sama hátt og ef stjórnvöld setja reglur um skotvopnaeign. Þú segir að ef stjórnvöld setji reglur um skotvopnaeign, þá sé ÞAÐ forræðishyggja, en EKKI ef það séu íbúar hverfis? Og þið eruð hissa á að þið séuð ekki teknir alvarlega?

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“íbúar hverfis geta sett basic reglur um vopnaeign.” Og hvernig ætlið þið að samrýma það ykkar “frelsis” hugsjón? Ef íbúar hverfis neita einum íbúa þess að eignast vopn, er það þá ekki frelsisskerðing, samkvæmt ykkar skilgreiningu?

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“get ég drepið allan kópavog með haglara?” Hefur það með frelsi að gera hvort þú drepir 1 eða 10?

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“ Frelsi einstaklinga má aðeins skerða ef það brýtur gegn eignar- eða sjálfseignarrétti annara. Þetta á við um trúfrelsi, félagafrelsi osfrv.” Akkúrat, en vandamálið snýst ekkert um þetta. Þetta er sjálfgefið. Vandamálið snýst um HVENÆR verið er að brjóta gegn eignar- eða sjálfseignarrétti annarra. Frelsi er ekki eitthvað eitt algilt fyrirbæri, það er jafn afstætt og siðferði. Kommúnistar héldu t.d. fram að alger jöfnuður væri frelsi. Þið haldið að frelsi sé eitthvað annað. Af hverju hafið...

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Góður punktur, Ég er alveg reiðubúinn til að skrifa undir að menntun hafi áhrif á greindarfar, og hugsanlega stjórnmálaskoðanir fólks. En svona gröf eru oft hættuleg, t.d. sýnir þetta graf, ef það væri rétt, á ótvíræðan hátt að konur séu betur gefnar en karlmenn. Ég er ekki reiðubúinn til að viðurkenna það (þó það myndi sanna minn málsstað gegn frjálshyggju). Síðan er skiptingin aftur dreifð milli mismunandi deilda. En eins og ég nefndi að ofan, þá eru það félags- og hugvísindadeildirnar sem...

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það að eiga haglabyssu er ekki það sama og að ógna með henni. Sama gildir um kjarnavopn og skriðdreka.

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“Þú sagðir þetta sjálfur og af því leiðir að þú ert ekki að skilja. Frjálshyggja leyfir þér einmitt ekki að nýta þitt frelsi til að brjóta á frelsi annarra. QED.” Hversu FUCKING flókið er þetta? Það er ekki TIL sú stjórnmálastefna sem leyfir nokkrum þegn að nýta sitt frelsi til að brjóta á frelsi annarra. Ertu virkilega að halda því fram að þetta hafi NOKKUÐ með “frjálshyggju” að gera? ÞETTA ER FOKKING SIÐFRÆÐIPRINSIPP!!!! Og þú ætlar að eigna frjálshyggjuhyski þetta prinsipp?...

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Sko, “Nei maður þarf reyndar að vera ansi gáfaður til að fallast á kenningar Frjálshyggjufélagsins.” fyrir utan hversu heilasprengjandi heimskuleg þessi staðhæfing er, þá ert þú núna kominn í öskrandi mótsögn við sjálfan þig. Þetta er það nákvæmlega sama og hver einasti kommúnisti, fasisti, nasisti, stalínisti, anarkisti, feministi, Sjálfsstæðismaður, Framsóknarmaður, Samfylkingarmaður, Vinstri-Græningi, og fleira til, hefur sannfært sjálfan sig um síðan menn föttuðu að til væru fleiri...

Re: Borgaralegar fermingar - Fyrir hálfvita !

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mjer finnst bara sorglegt að enginn kveiki á perunni.

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já og “Frelsi þitt er takmarkað af frelsi annarra, þ.e. þú mátt ekki nota þitt frelsi til að brjóta á frelsi annarra.” Þetta hefur ekkert með frjálshyggju að gera, þetta er grundvallarsiðfræðiprinsipp. Íslenska Feministafélagið notar nákvæmlega sömu röksemdafærslu fyrir banni á vændi.

Re: Feministar, eftir öfga nýfrjálshyggjumann.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ekki að misskilja neitt, ég er margbúinn að lesa stefnuskrá félagsins. Stefnan er jafn fáránleg og hreinn kommúnismi. “Skattar vegna þjónustu hins opinbera við fátæka bitna mjög á frjálsum framlögum til þess fólks. Ef ríkisvaldið sæi ekki um að styðja fátæka myndu einkaaðilar gera það. Einkaaðilar hefðu ekki eingöngu meiri verðmæti til þess, heldur myndu færri og færri þurfa á aðstoðinni að halda, vegna hins mikla vaxtar í frjálsu hagkerfi, á sama tíma og meiri og meiri verðmæti væru tiltæk...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok