Hjá mér er bara búið að vera góður dagur sko, fékk heita pizzu í hádegismatinn, fékk líka að sofa út. Svo rakst ég á gaur úr gamla skólanum mínum sem ég hélt að þoldi mig ekki, en hann hefur greinilega þroskast því að hann var í alvörunni næs. Ég átti svo alls ekki von á því…. Svo er ég bara í vinnunni að chilla að éta nammi horfa á Kerrang! og skemmta mér í tölvunni, það er ekkert að gera í tennishöllinni á Föstudagskvöldi get ég sagt þér!