Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Dozo
Dozo Notandi frá fornöld 16 stig

Re: Graphic tablet?

í Myndasögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Keypti Wacom (Intuos) bretti í Appelbúðinni og hef notað það mikið í meira en ár. Klikkar ekki.

Re: veiði byrjuð í Vífilstaðavatni???????

í Veiði fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta voru víst veiðiþjófar, svona alveg óvart. Nú er víst komið skilti við vatnið þar sem kemur fram að bannað sé að veiða þarna til 1. apríl.

Re: Warhammer Ancient Battles....einhver?

í Borðaspil fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sé alveg vandamálið. Það þarf átak til að koma þessu af stað, spilarar kæmu flestir úr WHFB held ég sem væri ekki vinælt hjá þeim sem selja og styðja GW á íslandi, nema þeir færu að flytja inn og selja stöff fyrir WAB. En það væri soldið eins og að keppa við sjálfan sig. Oh well, kanski maður sofi á þessu fram á sumar. dozo

Re: Warhammer Ancient Battles....einhver?

í Borðaspil fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Afhverju helduru að það sé engin grundvöllur fyrir WAB? Ef eitthvað sögulegur borðleikur á sjens væri það WAB af því svo margir þekkja WHFB. Stutt þarna á milli. Vandamálið er að GW framleiðir ekki kalla fyrir þessar reglur, þá verður að kaupa frá hinum og þessum, t.d. Wargames Foundry. Persónulega finnst mér bara meira farið í að fylkja rómverkum legionum eða grískum stórskjöldungum heldur en grænum goblingum. Held ég sé að verða of gamall eða eithvað….

Re: Uppáhalds flugur f. Þingvallavatn

í Veiði fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Fyrir bleikjuna, Peacock, svartur og rauður killer, Mobuto og Watsons fancy kúluhaus og Þingvallapúpan. Teal og black, Black zulu og Alder gefa líka. Fyrir urriðan, Þingeyingur, Dentist og Mickey Finn. kv

Re: Bleikjan í þingvallavatni

í Veiði fyrir 21 árum, 9 mánuðum
En það er einmitt málið. Flotlína og langur taumur hefur reynst mér vel til að koma kúluhausum niður á botn þar sem, aðdjúpt er t.d við Öfugsnáða og Lambhaga. Allavega stangarlengd, stundum tvöfalt það. Köstin verða kanski svolítið skrítin og maður vil flækja taumin í roki en þessi leið hefur virkað vel fyrir mig.

Re: Þingvallavatn

í Veiði fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Reif upp eina 500 gr bleikju út af Öfugsnáða í stífri norðvestanátt í gær. 18 feta taumur og rauður killer með kúluhaus. Nokkrar lausar tökur að auki en ekkert sem ég náði að festa. Nú er bara spurningin, hvar verður fiskurinn það sem eftir lifir ágúst? Væri alveg til í smá tilsögn í Vatnsvik og Hallvik, hef aldrei veitt austan Nautatanga.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok