Umsjónarkennarinn minn gerði þetta líka stundum, opnaði alla glugga og lét okkur fara úr úlpunum vegna þess að annars sagði hún að við myndum sofna, sem var bara heimskulegt. Svo er skólinn minn með svokallaðan Grænfána, og eftir að við fengum hann voru settar ýmsar asnalegar reglur. Ein þeirra var að banna okkur að hafa ofnana stillta á meira en tvo, sem er bara ekki möguleiki í þessum kulda.