Ég hef oft pælt í því af hverju það er bannað að vera með húfur í flestum skólum. Og í hvert skipti verð ég reiður við það að hugsa um það.
Þið kannist líklega flest við það þegar krökkum er skiptað að taka af sér húfuna í tíma. Þau spurja “af hverju má ég ekki vera með húfuna?” og fá svarið “bara” eða “því að ég segi það” frá kennaranum. Ég hef sjálfur nokkrum sinnum orðið vitni af rifrildi milli bekkjarins og kennarans út af þessu.
Ég spyr ykkur bara: Finnst ykkur ekkert sjúkt við það að kennarinn/skólastjórnin banni svona hluti, sem trufla kennsluna ekkert, án nokkura raka og líti á það sem sjálfsagðan hlut að útskýra það ekki fyrir börnunum?
Hvernig væri það er við stækkuðum þetta dæmi töluvert. Bekkurin væri samfélagið, krakkarnir almenningurinn og kennarinn ríkisstjórnin. Væri það í lagi?

Hvað finnst ykkur um þetta?

Ég vil líka benda á tvö önnur dæmi: Bítlahárgreiðslurnar á sínum tíma og eitt sem kom fyrir í Hafnafirðinum, þar sem strákur einn var rekinn úr tíma fyrir það að koma með hárið litað blátt í skólann.