Já ég hef lent í þessu (reyndar síðast þegar ég var c.a. 10 ára), þetta var svona fáránleg martröð sem meikaði ekkert sense en mér fannst hún hryllileg. Þegar ég sagði frá henni þá virtist þetta sem alveg venjulegur draumur sem var ekkert hryllilegur en þegar mig var að dreyma hann leið mér svo illa að ég vaknaði öðru hvoru upp alveg skíthrædd. Ég myndi bara taka eina svefnpillu ef þetta verður eitthvað vesen, þá sefurðu a.m.k. alla nóttina, get samt ekki tryggt þér draumlausa nótt.