Ég finn mynd á netinu af “broskalli” sem ég vil hafa inná msn. Hægriklikka á hana og vel “save as” svo bjó ég til möppu sem heitir “msnkallar” og þar set ég það, þú getur hinsvegar sett myndirnar hvar sem er…bara að þú finnir hana aftur. Svo fer ég inná msn, opna upp glugga til að tala við einhvern og vel þar sem ég vel broskalla, fer svo í “more…” niðri og þá opnast gluggi. Þá vel ég “create” og finn kallinn sem ég seivaði inní möppunni.