Reyndar er þessi umræddi kennari að kenna okkur dönsku, og svo helming vikunnar kennir hún okkur íslensku en hinn helmingurinn er kenndur af öðrum kennara. Svo þetta meikar meira sense þannig, en á þessum degi var hún að kenna okkur fyrstu fimm tímana. Hinsvegar með lífsleiknina þá er það í raun bara bekkjarfundur, hún er “umsjónarkennarinn” okkar og sér því um allt slíkt. Þar er bara rætt um hvernig námið gengur og ef að við viljum fá að vita stöðuna á punktunum þá er það sjálfsagt.