Flest ykkar hljótið að hafa tekið eftir því hversu margir eru farnir að ganga í leðurjökkum… Þessvegna var ég að hugsa hvar er hægt að kaupa slíkar flíkur og hvað c.a. þær myndu kosta? Ég man að mig langaði í svona þegar þetta var fyrst að koma, nennti bara ekki að leita…svo datt mér þetta bara í hug núna :) Demona
Ég og mamma vorum báðar í burtu eina helgina og bróðir minn var eftir. Hann er ekki mikið fyrir að elda og ákvað að bjarga sér með því að kaupa bara eina Freschetta búðarpizzu. Hann hitaði hana og fór með hana inní herbergi, een auðvitað rann hann svo á sokk sem var þarna á gólfinu og missti pizzuna…pizzan flaug og snerist við í loftinu, svo lenti hún á hvolfi beint á hreinu rúmfötunum sem hann var að þvo! Rúmið leit út eins og hann hefði ælt yfir allt :'D Svo þurfti hann að henda pizzuni...
Samkvæmt þessari grein sem ég rakst á fyrir tilviljun á B2.is. Þá ætla General Mills að hefja aftur framleiðslu á Cocoa Puffs-i eftir gömlu uppskriftinni ^^ Ég ætla rétt að vona að þeir sem sáu svona svakalega eftir því séu loksins ánægðir. Vonandi kemur þetta bara sem fyrst í búðir :D
Veit einhver hver heimasíða Nettó er? Málið er að ég ætlaði að sækja um starf þar, hef séð að það er hægt að gera það í gegnum netið (eins og er á t.d. noatun.is). Svo að í staðinn fyrir að þurfa að tala við verslunarstjóra (eða hvað sem þarf að gera) þá ætlaði ég að gera þetta rafrænt….eeeen finn svo ekki heimasíðuna :/ Demona
Ég er að fara í svokallað M16 með einhverjum krökkum úr skólanum, í næstu viku og veit í raun ekki mikið um þetta… Hver leikmaður fær s.s. einhversskonar lacer-byssu, markmiðið er að skjóta andstæðingana í vestin…þá heyrist TAGGATAGGATAGGA hljóð, þegar maður er skotinn fimm sinnum er maður úr leik. Hefur einhver hér farið í svona og veit hverju ég má búast við?…finnur maður eitthvað fyrir þessu? Demona
Simbi krútt sofandi á sínum einkastól :D Við keyptum eina stólsessu til að prófa hvort hún passaði (sem hún gerði) og um leið þá yfirtók Simbi þann stól :')
Rakst á ansi skemmtilega síðu rétt áðan….had a lot of fun there ;) Þetta er semsagt þessi síða =D Þarna getið þið fengið að sjá hvernig þið lítið út þegar þið verðir eldri, þegar þið eruð full, þegar þið voruð ungabörn…apar o.fl. :Æ Eins og ég sagði þá var ég að leika mér að breyta ósköp venjulegri mynd af mér í….eitthvað annað =D hér er upprunalega myndin. Hér er ég gömul :'D Vonandi verð ég ekki svona :/ Hér er ég sem african/american =D Hér er ég svo að lokum asísk stelpa =D Gaman að...
Ég ætlaði að breyta aðeins undirskriftinni minni (breytti um nafn og vil breyta Desmondia í Demona) en það er enginn “vista” takki fyrir neðan textaboxið :S Veit einhver um lausn eða hvað er að? Er þetta kannski bara svona hjá mér? Demona
Þetta er nærmynd af…einhverju, ykkar hlutverk er að finna út af hverju :Æ Exciting isn't it? ^-^ Ég breytti myndinni örlítið, þessvegna er hún svona…skrítin :)
Þetta er allt sem þarf til að búa til kryddbrauð =) Hveiti, mjólk, sykur, engifer, kanill, matarsódi/natron, negull, haframjöl, smjörlíki, form og desilítramál :D Svo eiga allir skál og sleif :)
Jæja, það átti að vera eitthvað myndaátak og auðvitað tek ég þátt ^-^ Þetta er semsagt hengirúmið mitt og uppáhaldshúsgagnið…ég elska að chilla þarna á hlýjum sumardögum með bók og teppi =D Hengirúmið er keypt í Europris í fyrra og er ótrúlega auðvelt í uppsetningu… Ég vil bara biðjast afsökunar á því hve myndin er óskýr, það eru smá myndavéla-vandamál í augnablikinu =/ PS: Ég ætla rétt að vona að Jón Árni (OfurKindin) sé ánægður með stærð myndarinnar :Æ
Hæææææ! =D Ég ákvað að breyta um mynd þar sem það virðist vera þema dagsins, ég ætlaði reyndar að hafa þessa (snilld btw, horfið á hana alla :'D) en hún var of stór :( Aaaaanyway, ég er að drepast úr fýlu útaf því að ég get ekki heitið Demona! Það er auðvitað einhver 26 ára kelling sem hefur ekki verið virk í tvö ár sem heitir DeMoNa þannig að ég get ekki heitið Demona :'( Djöfulsins svekk… Annars er ég bara heima, veik…er að éta hálsbrjóssykur og fjólublátt Extra tiggjó :Æ Er að fara að...
Koma svo fólk sem fýlar Magna, KJÓSA! Magni var í bottom 3 þannig að við verðum að taka okkur á… En…í aðra sálma, það voru allir að tala um að Dilana hefði tárast þegar Magni tók Creep, ég sá það aldrei :S Getur einhver sagt mér á hvaða sekúndu í þessu vídjói er sýnd mynd af Dilönu tárast? Anyway, mjög spennandi þáttur í gær og ég er mjög sátt við að Zayra datt út, því miður en hún var bara alveg laglaus að mínu mati :/ DM
Ég tók eftir því um daginn að það er stór könguló búin að planta sér á gluggan hjá okkur svo að ég ákvað að senda inn mynd =) Það var könguló á þessum nákvæmlega sama stað í fyrra og ég og pabbi ákvaðum að skíra hana Lóu í gamni ^^ Núna heitir þessi líka Lóa…svo er önnur könguló sem heitir Kolla x'D Frekar sillý, I know =D
Þarna er Simbi liggjandi í beðinu sem hann er búin að eigna sér, svo var ég eitthvað að stríða honum og hann fór að naga trén á fullu…hér er flott móment =)
Hæ! ^^, Ég fór uppí sveit um helgina, fór í veiðiferð að Tangarvatni, fékk að keyra í fyrsta sinn (snilld…var samt hryllileg fyrst :Æ), fórum á bak í smástund og svaka-stuð! =D Annars vildi ég bara segja hæ =) Var að koma heim og er að fullnægja net-þörfinni minni… En vitið þið hvort að Boston Legal fari ekki að byrja aftur? DM
Mig langar alveg svakalega að fá mér gat í augabrúnina, og svo annað gat á báða eyrnasneplana og líka ofarlega á öðru eyranu (s.s. ekki í sneplinum) áður en ég byrja aftur í skólanum. Svo ég var að pæla, ef að mér tækist að sannfæra mömmu um að leyfa mér (einhver ráð? :/) að fá mér gat í augabrúnina, hvert er best að fara?….endilega svara þeir sem hafa fengið sér gat, ég bý sjálf í RVK/Kóp. en ég hef bara enga hugmynd um hvar þetta er gert…svo langt síðan ég var að pæla í þessu :S DM
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..