Engin tilfelli inflúensu A (H1N1) hafa verið staðfest hér á landi hin árlega inflúensa, sem gekk hér í vetur, er enn í gangi á Íslandi og hafa nokkur slík tilfelli verið greind hér á síðustu dögum. Engir sjúklingar með alvarleg einkenni inflúensu hafa verið lagðir inn á Landspítalann núna um helgina. Viðbúnaðarstig vegna yfirvofandi heimsfaraldurs er óbreytt hér landi og ekki áformað að grípa til róttækari aðgerða en þegar hefur verið gert, samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni og...