Já, ég er að spá í að fá mér bassa frá þeim í sumar, og setja síðan dimarzio jass pu í hann ef mér líkar vel við hann. Og ef þetta er eitthvað drasl þá er ekki eins og þetta hafi kostað mikið. Þeir senda til Íslands fyrir 85$ sem er nokkuð gott, að senda bassa frá music123 kostar 110$. Einnig selja þeir ódýrar töskur, 45$ taskan og senda gítarinn í töskunni ef þetta er keypt saman.