okey, ég veit ekki alveg hvað málið er með tölvuna eða hvort þetta sé nettengingin en ætla að láta það reyna hvort þið hafið einhver svör.
Allavega þá hef ég varla getað verið á firefox né msn án þess að það komi “not responding” á 2ja mínútu fresti og þá þarf ég alltaf að endurræsa msn og allt heila klabbið og ég er komin með svaka leið á þessu.
ég veit að þetta getur varla verið normal, tölvan hjá kærastanum mínum virkar fínt á minni nettenginu ekkert svona “not responding” vesen hjá honum eins og hjá mér. Svo er ég búin að láta “repaira” msn og það virkaði ekki neitt og enginn vírus allavega segir vírusvörnin ekki neitt.
hafið þið hugarar einhver svör því það væri svo sannarlega vel þegið =)