Þannig er mál með vexti að ég er Firefox notandi og vil ekki nota Internet Explorer. Samt sem áður gerðist eitthvað núna fyrir stuttu, og af einhverjum ástæðum þegar ég ýti á link frá t.d. MSN eða Office-skjölum, þá opnast þau ekki í Firefox eins og þau gerðu alltaf, heldur Explorer.

Svo nú spyr ég: hvar og hvernig get ég breytt þessu/lagað þetta?