Var að tala um vafra og addons við vinkonu mína á skype áðan og datt í hug að spyrja ykkur Hugarana sem notið Firefox… Hvaða addons notiði? Ég nota sjálfur:

Adblock Plus: Blokkar auglýsingar á netinu.
British English Dictionary: Af því að það er asnalegt að skrifa “color”.
CoolPreviews: Kíkja á link áður en maður fylgir honum
Extended Statusbar: Auka upplýsingar um hvað vafrinn er að gera, stærð síðunnar í KB og eitthvað, sama og Opera sýnir by default.
Flagfox: Sýnir í hvaða landi síða er hýst.
Gmail Space: Uploada file'um á gmail account. 7GB+ ókeypis vefpláss!
Icelandic Dictionary: …ókei, ég er ekki viss af hverju ég er með þetta, ég er það góður í stafsetningu að ég þarf þetta varla.
Media Converter: Downloada lögum/myndböndum af YouTube
Skype Extension: Nota reyndar lítið, venjulega með það disabled, en þetta leyfir manni að klikka á símanúmer á vefsíðu til að hringja beint í það. Væri reyndar sweet ef þetta gæti unnið með Flagfox og sett rétt area code beint á númerin.
Tab Preview: Sýnir lítið thumbnail af tab þegar ég fer með músina yfir hann, svipað og preview dæmið á taskbarnum í Windows Vista nema stærra thumbnail.
WOT: Sýnir hversu örugg vefsíða er, get fengið auka upplýsingar um síðu (t.d. vinsældir og annað).
Xmarks: Samhæfir bookmarks og vistuð passwords milli fartölvu og borðtölvu.

Er þar að auki með 9 leitarvélar: Google, Wikipedia, d20srd.org, Joongel Images, Joongel Torrents, Metal-Archives.com, YouTube, IMDB og Amazon.

..og Aquatint Black Gloss theme, af því að svart er meira töff (líka í stíl við Vista lúkkið).

Hvað með ykkur?
Peace through love, understanding and superior firepower.