Nú er hægt að fá ljósleiðaratengingu hjá Tal, Vodafone og Hringiðunni… þá borgar maður þeim eitthvað gjald og svo líka Gagnaveitu Reykjarvíkur, sem á ljósleiðarana.


Hljómar voðalega tasty og allt það… maður getur haft síma, sjónvarp og net í gegnum þetta.

En mér myndi ekki detta í hug að kaupa þetta án þess að fá að heyra frá einhverjum hvernig þetta er að virka. Hvernig er hraðinn? Dettur netið oft út? Finniði gæðamun á nettengingunni ef einhver er að horfa á sjónvarpið? Einhver önnur vandamál? Hvernig er að spila leiki á þessu? Fær maður að opna port ef maður þarf?