Þannig virðist það allavega vera.

Móðir mín hefur verið með þjónustu frá símanum í næstum ár núna. Hún hefur verið með sama routerinn frá byrjun. Það voru oft einhver vandræði með routerinn en það var voða sjaldan eitthvað gert í því nema að hringja og reyna fá aðstoð við að lagfæra hann.

Oftast var fátt hægt að gera nema að bíða og þá kom hann aftur eitthvað seinna eða það var gert “Restore to factory settings” nokkrum sinnum og routerinn kom aftur til lífsins.

Það var oft reynt að fá símann eða þeirra þjónustuaðila til þess að leifa okkur að fá nýjan rotuer eða fá einhverja lausn á vandanum sem myndi endast. En aldrei fengum við góð svör.

Annaðhvort var snúið útúr með leiðindum eða reynt að búa til orsök sem tengdust þessu ekki neitt. Eitt skipti var einum starfsmanni símaversin ávítað fyrir framkomu sína gagnvart móður minni og þá fannst mér það full slæmt.

Ég hafði ekki verið vitni að öllum þeim samtölum sem áttu sér stað á milli símaversins og móður minnar eða annarra úr fjölskyldu minni. En alltaf náðist engin lausn á vandanum. Eitt sinn voru þau látin uppfæra routerinn og gera einhverjar kúnstir sem skiluðum engum árangri í meir en 40 mín.

Bara til að heyra það daginn eftir frá öðrum manni úr símaverinu að allt sem þau höfðu gert daginn áður hafi verið algjörlega tilgangslaust og óþarfi. Þau höfðu oft spurt hvort að þau gætu einfaldlega ekki farið með routerinn niður í búð og fengið skipt. En alltaf fengu þau neitun.

Fyrir ekki svo löngu var þeim bent á að þau gætu fengið mann í heimsókn sem gæti þá staðfest hvort að eitthvað væri að routernum eða hvort að þetta væri bara auðleysanleg villa hjá okkur (Sem var orðið nokkuð ljóst á þessum tímapunkt að væri ekki)

Móðir mín var ekki á því að fara fá einhvern mann í heimsókn fyrir 10.000kr til að staðfesta það sem hún vissi. Og einnig vegna þess að hún veit ekkert hvort að routerinn muni vera í lagi þegar þessi viðgerðamaður kemur í heimsókn og hvort að hann myndi þá telja routerinn í lagi eða ekki. Því að þessi router virðist bara virka eftir eigin geði.

Hún var ekki lofað neinu nema að hún gæti þurft að greiða einhverja upphæð og að þeir gætu ekki lofað því að þráðlausa netið virkaði.

Í mínum augum er þetta ekkert nema ömurleg þjónustu sem virðist fara hríðversnandi. Þar sem ég hef sjálfur reynslu af arfaslæmri þjónustu frá þessu símveri. Þá finnst mér réttast að hún mamma haldi sínu loforði og slíti sig frá þeim steini sem Síminn er.

Er ég einn um að hafa þetta í kringum mig og ef ekki. Hvað er hægt að gera ?

Og ég sjálfur hef reynslu afþ víað síminn hefur verið að skera af 1.2Mb tengingu minni sem í mínum augum er einn eitt dæmið um hvað þjónustan er góð hjá þeim.
Skrifaðu með andlitinu, fáviti.