ÉG HATA TÖLVUNA MÍNA ! hún er orðin algjörlega fucked up ! sérstaklega nettengingin!
sko, það er þannig að talvan er ekki með innbyggt netkort, þannig að ég keypti mér auðvitað netkort í hana til að ég kæmist á netið (daah).

eeeen svo allt í einu ákveður tengingin að slökkva á sér og ég þarf að uninstalla netinu og installa því aftur.
>sjá mynd hér<

þetta er það sem kemur í hver einasta skipti sem tengingin fokkast upp! og eins og þið sjáið þá hef ég þurft að setja upp netkortið 389 sinnum takk fyrir á 1 og hálfu ári!

ég hélt að þetta væri bara e-ð útaf netkortinu sem ég var með.. svo ég fór í dag og keypti mér loksins nýtt netkort og hélt að þetta myndi þá hætta.. en NEI NEI hvað er það fyrsta sem gerist?! Tengingin gefur upp öndina og ég þarf að installa þessu drasli inn aftur!

er búin að vera að reyna að fikta á fullu í þessu og reyna að skilja afhverju það kemur eins og ég hefi enable-að aðra tengingu til að tengjast og ég skil bara ekkert í þessu, og ég sem á að kunna mjög mikið á tölvur, en skil ekkert í þessu!


Ef einher myndi vilja vera svo æðislegur að hjálpa mér að vinna úr þessu vandamáli þá myndi ég dýrka viðkomandi, þar sem ég er nánast búin að bomba tölvunni í gólfið og kaupa mér nýja!
takktakk!