Google Chrome Upp á síðkastið hefur tæknirisinn Google verið að hanna, að þeirra mati, hinn fullkomna vafra (e. browser) fyrir hinn almenna notanda. Þessi vafri mun verða blanda af öllum bestu fítusunum úr bestu vöfrunum og verður byggður á WebKit þýðingarvélinni. Helsta markmið Google er bæði að gera vafrið hraðara, skemmtilegra, auðveldara og allra helst þægilegra, ásamt því að koma í veg fyrir að maður missi öll gögnin sín þó einn gluggi/flipi hrynji.

Google vafrinn hefur lengi verið á manna vörum, eða alveg frá því að FireFox 2 kom út. Þó fólk hafi ekki beinlínis vitað af komu Google Chrome þá var fólk farið að vona að Google myndi skerast í leikinn og gefa út hinn fullkomna vafra. Allmargir töldu að þar sem Google væri kunnugast internetinu að þá væri best að þeir kæmu með almennilegan vafra - og nú hafa þeir ákveðið að gera það undir heitinu “Google Chrome”.

Vafrinn byggist m.a. á:

Open Source: Vafrinn mun verða Open Source og með því vill Google gefa öðrum kost á því að taka þátt í þróuninni á vafranum.

JavaScript Virtual Machine: Vafrinn mun innihalda JavaScript vél sem ber heitið V8. Helsta markmið V8 var að gera JavaScript afköstin hraðvirkari, þar sem JavaScript er orðinn viðamikill partur á vefnum í dag.

MultiProcess Tabs: Vafrinn mun vera byggður upp ólíkur öllum öðrum eða þannig að hver gluggi og hver flipi verði sér ferli (e. process). Þeir vilja meina það að með þessu að þegar upp kemur vandi að þá sé hægt að komast að rót vandans og leysa hann hratt og örugglega án þess að eiga í hættu að missa einhver gögn. Þegar einhver gluggi/flipi hrynur, þá er hægt að drepa það ferli án þess að hafa áhrif á hin ferlin.

Ásamt því mun Google Chrome hafa flipana ofan á glugganum (eins og ekta flokkunarmöppur), í stað þess að hafa þá undir address barinu.

OmniBox: Vafrinn mun vera með svipaðan address-bar fítus og FireFox er með í þriðju útgáfunni sinni, eða með auto-completion sem virkar sem leit á slóðir, titla, ásamt því að bæta við virkni fyrir síðustu síður sem maður hefur heimsótt, vinsælar síður sem maður heimsótti ekki, o.s.frv. Einnig mun verða þægilegra að leita á síðum, en nóg verður að skrifa “amazon”, smella á TAB og skrifa leitarorðin, til þess að leita á Amazon.

Speed Dial: Opera notendur kannast eflaust við Speed Dial fítusinn í Opera, en hann birtir myndir af 9 mest heimsóttu vefsíðunum sem maður hefur farið á. Þar að auki birtast til hliðar nýlegar leitarniðurstöður, helstu bókamerkingarnar (e. bookmarks) ásamt nýlega lokuðum gluggum/flipum.

InPrivate: Vafrinn mun innihalda nýjasta nýtt úr Internet Explorer eða InPrivate, sem gerir fólki kleift að hylja glugga/flipa og halda þeim leyndum frá öðrum sem gætu notað tölvuna. Þetta er t.d. hugsað til þess að halda óvæntum gjöfum sem leyndarmálum, en auðvitað er líka hægt að nota þetta til að hylja klámið.

Gears: Aðallega hugsað fyrir þá sem vilja geta skoðað og unnið í vefkerfum án þess endilega að vera nettengdir. Nánar um tæknina hér.

Burt séð frá öllum þessum fítusum þá er Google Chrome hlaðið fjöldamörgum fítusum í viðbót.

Þeir sem óttast um öryggi sitt á netinu, þá mun Google halda utan um gagnagrunn yfir helstu vefsíðurnar sem bera vefsíðu-óvætti (e. malware / phishing) og því getur maður verið viss um að vera í öruggu umhverfi öllum stundum, ásamt að þeir lofa því að það munu engir óleyfðir popup gluggar komast inn í glugga/flipa í Google Chrome.

Nú ættu Microsoft, Mozilla, Opera og Safari menn að fara að vara sig, þar sem spurningin er: Munu þetta verða endalok þeirra?

Að lokum, skv. Google; Google LIVES on the Internet.
Gaui