Dómur fallinn Var að lesa þetta fyrir stuttu á visir.is

Vísir, 03. mar. 2008 13:07
Níu sakfelldir í DC++ máli

Níu menn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldir fyrir brot á höfundalögum fyrir að hafa dreift ýmiss konar efni með skráarskiptaforritinu DC++. Einn mannanna hlaut 30 daga skilorðsbundið fangesli en refsingu yfir hinum var frestað og fellur hún niður ef þeir halda skilorð í tvö ár.

Málið kom upp árið 2004 en þá var gerð húsleit hjá tólf manns og tölvur gerðar upptækar. Málið snerist um ólöglega dreifingu á sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum og kvikmyndum með skráarskiptaforritinu DC++. Forritið gerir fólki kleift að skiptast á hvers konar skrám yfir netið á einfaldan hátt og var stórt samfélag var í kringum forritið á Íslandi á sínum tíma.

Það voru Samtök myndefnisútgefenda á Íslandi, Framleiðendafélagið-SÍK, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar og Samband hljómplötuframleiðenda sem lögðu fram kæru á hendur mönnunum vegna brotanna.

Sá sem þyngsta refsingu hlaut var talinn aðalmaður í brotinu með því að hafa stofnað svokallaðan nettengipunkt og hýst hann. Litið var til þess við ákvörðun refsingar yfir mönnunum að brot þeirra hefðu staðið yfir í langan tíma og væru umfangsmikil, en alls fundust um 130 þúsund höfundarréttarvarin verk í tölvum mannanna.

Hins vegar var einnig horft til þess að ákærðu væru ungir að árum og þess að rannsókn málsins dróst nokkuð á langinn.

Hvað finnst ykkur um þetta.
Eru þetta réttlátir dómar.

Það eru búin að liða 4 ár síðan löggumann gerði tölvurnar upptækar og ætli þeir skili þá öllu eða halda sem sönnunar gögn ??

Hver vill vera með 4. ára gamla vél þar sem hægt er að fara og kaupa nýja ??

Ég heyrði það líka að þeir rifu upp parkett til að ná í netsnúru sem ég skil ekki hvernig tengist þessu máli???