SpeedTouch: Opna port Ég heyri marga vera í erfiðleikum með að opna port á SpeedTouch routerunum sínum þannig ég ákvað að skrifa leiðbeiningar hingað fyrir þá sem þurfa. Ég skrifa þessar leiðbeiningar út frá því að þú að viðkomandi er með einhverja af eftirfarandi SpeedTouch týpum:

510 (v4.3, v5, v6)
516 (v6, i)
530 (v6)
536 (ekki v5)
546 (v6)
570 (ekki 4.2 eða 2.0)
576
585 (v6, i)
716WL
780 (v6)


Þeir sem eru klárir og kunna meira á tölvur/routerinn en hinn venjulegi notandi nota oft telnet til að stilla routerinn en þar sem ég hef ekki hugmynd um reynslu og kunnáttu þína á tölvum fer ég bara auðveldu leiðina.

ATH! Ég skrifa þessar leiðbeiningar út frá því eins og ég ætli að opna port 2412, en þú breytir því bara í það sem þú þarft að opna.

1. Sláðu inn http://192.168.1.254 inn í vafrann þinn (Internet Explorer / FireFox?). Ef það virkar ekki geturu prófað http://10.0.0.138. Ef það virkar ekki heldur geturu farið í Start -> Run -> Skrifað cmd og svo ipconfig. Þar ætti eitthvað að standa í “Default Gateway”, þannig þú tekur þá tölu, setur hana inn í vafrann þinn og http:// á undan. Þá ætti þetta að virka.

2. Þú ættir að fá upp glugga þar sem þú þarft að slá inn notandanafn (username) og lykilorð (password). Sláðu inn það, en ef þú veist það ekki er það sjálfgilt/default admin í báða reiti.

3. Ýttu á “Toolbox” til vinstri og svo “Game & Application Sharing” (mynd fyrir neðan)

MYND: http://www.portforward.com/english/routers/port_triggering/Thomson-Alcatel/SpeedTouch585i/SpeedTouch585i3.jpg

4. Ýttu á “Create a new game or application”.

5. Þú ættir núna að vera kominn á skjá þar sem þú slærð inn einhverjar upplýsingar (sjá mynd fyrir neðan). Sláðu inn eitthvað nafn í “Name” og veldu svo “Manual Entry of Port Maps”. Ég slæ inn nafnið FOO.

MYND: http://www.portforward.com/english/routers/port_triggering/Thomson-Alcatel/SpeedTouch585i/SpeedTouch585i5.jpg

6. Nú ættiru að vera kominn á skjá þar sem þú getur breytt færslunni þinni (mynd fyrir neðan). Þú ættir að sjá nafnið í “Name” og ýmsa reiti sem þú getur skrifað í (áframhald fyrir neðan mynd).

MYND: http://www.portforward.com/english/routers/port_triggering/Thomson-Alcatel/SpeedTouch585i/SpeedTouch585i6.jpg

Hér fyrir neðan eru undirskref 6. skrefsins:

6-1) Protocol: Veldu samskiptamátann sem portið þarf að hafa (TCP/UDP). Til að einfalda þetta er TCP oftast notað fyrir forrit en UDP fyrir leiki. Ef þú veist ekki hvort þú þarft skaltu bara velja bæði (ANY).

6-2) Port Range: Þarna slærðu inn portið sem þú ætlar að opna. Í þessu tilfelli notast ég við 2412 en eins og ég sagði fyrir ofan geturu breytt þessu bara í það sem þú þarft.

6-3) Translate To: Þarna slærðu aftur inn portið sem þú þarft. Í mínu tilfelli 2412. Enn og aftur, breytilegt eftir þörfum.

6-4) Trigger Protocol: Hafðu bara það sem er sjálfkrafa valið (ANY í flestum tilfellum).

6-5) Trigger Port: Hafðu þetta bara tómt.

7. Ýttu nú á “Add” takkann. Nú ætti port-opnunar-færslan að vera komin inn í gagnagrunninn.

8. Nú þarftu bara að opna portið fyrir IP tölu á staðarnetinu þannig þú ýtir næst á “Assign a game or application to a local network device”

9. Nú ættir þú að vera kominn á skjá sem er ósvipaður þessum hér fyrir neðan (mynd fyrir neðan).

MYND: http://www.portforward.com/english/routers/port_forwarding/Thomson-Alcatel/SpeedTouch585i/SpeedTouch585i7.jpg

Hér fyrir neðan eru undirskref 9. skrefsins:

9-1) Use UPnp: Hafðu hakað í þetta.

9-2) Use Extended Security: Ekki hafa hakað í þetta.

9-3) Game or Application: Þarna velur þú nafnið á færslunni sem þú bjóst til áðan. Ég sló inn nafnið FOO þannig þarna vel ég FOO.

9-4) Device: Þarna veluru tölvuna sem notar portið. Í þessu tilfelli mín tölva (GAUI eða MAC addressa tölvunnar minnar (00:0d:61:51:32:45)). Hvernig þú finnur MAC addressu tölvunnar (ef hún er ekki í listanum) geturu farið í Start -> Run -> Skrifað cmd og þar skrifaru svo ipconfig /all en þar ætti MAC addressan að standa við “Physical Address”. En eins og ég segi ef tölvan þín birtist ekki í listanum á routernum skaltu velja í valmöguleikunum “User-defined” og slá þá inn MAC addressuna í reitinn sem birtist.

9-5) Log: Ekki hafa hakað í þetta.

10. Ýttu nú á “Add” takkann. Nú ætti port 2412 að vera opið. :)

Ég vona að þessar leiðbeiningar hafi komið ykkur að góðum notum. Annars mæli ég eindregið með því að fólk kynni sér PortForward.com þar sem hægt er að finna leiðbeiningar fyrir helstu routera í heiminum.
Gaui