Ríkistjórnin er þessa stundina að leggja drög að því að kaupa nýjan sæstreng. Talað er um Farice sæstreng sem ég tel mikil mistök.

Ég var fyrst var við galla Farice strengina þegar Cancat-3 sæstrengurinn fór í sundur núna í desember þegar allt netsamband fór af háskóla svæðinu. RHÍ(Reiknistofnun Háskóla Íslands) sem sér um netsamband á háskóla svæðinu átti í stökustu vandræðum með að koma á varasambandi. Fyrst þá vissi ég ekki af Farice sæstrengnum sem er nú þegar kominn í gagnið. Eftir því sem ég las meira á RHI(www.rhi.hi.is) þá komst ég að því að það er annar strengur þarna, Farice sem er nánast EKKERT notaður. RHÍ var að semja við símafyrirtæki landsins(Símann, OgVodafone) til að koma á varasambandi sem kostað þá gífurlega fjármuni.

Helsti gallinn við Farice er að sjálfsögðu að það er 5-10x dýrara að senda gögn um strenginn. Þessi staðreynd gerir strenginn AFAR óhagstæðann. Ég er nú ekki með á hreinu hver flutnings getan er á Farice en við erum að tala að aðeins 10-20% af strengnum eru í notkun í dag, jafnvel minna. Mjög góð grein er að finna á http://rhi.hi.is/index.php?option=com_content&task=view&id=294&Itemid=44 þar sem gott ágrip er á vandræði RHÍ vegna óstöðugs netsamabnds um strengina.

Mjög góður og skemmtilegur punktur er að finna á þessum link hér að ofan.
Samkvæmt Fjarskiptaáætlun samgönguráðuneytisins fyrir 2005-2010 stóð til að árið 2006 skyldu allar menntastofnanir landsins hafa sameiginlega 2,5Gbit tengingu við útlönd. Núverandi tenging RHnets er aðeins 310Mbit og háð því að einn strengur sé í lagi. Ljóst er að aukið fjármagn þarf til að bæta tengingar RHnets ef stjórnvöldum á að takast að standa við markmið sín.
Við erum að tala um að aðeins 1/8 af hefur verið komið til skila og það ótrúlega er að stór hluti þessara flutnings getu sem hefur verið lofað gæti farið í gegnum þennan Farice streng.

Friðrik Skúlason sem er höfundur veiruvarnar forritsins Lykla Pétur tekur í sama streng og ég og sést á þessari síðu http://b2.is/?sida=tengill&id=235825.

Núna ætla stjórnvöld að leggja drög að nýjum Farice streng sem er algjört waste of money. Af hverju í ósköpunum að leggja annan alveg eins sæstreng sem enginn hefur efni á að nota?? Stjórnmála menn eru að segja að þeir vilja hátækni iðnað hér á landi. Þessi fyrirtæki þurfa STÖÐUGA og ÁRÆÐANLEGA tengingu ALLT ÁRIÐ UM KRING. Þetta er ekki til staðar hér á landi og hefur alveg gleymst að minnast á þetta, bæði hjá núverandi ríkisstjórn og stjórnarandstöðu í samabandi við hátækni fyrirtæki. Það er núna síðast í dag að Yahoo fór á fund forsætisráðherra um möguleika á að koma á fót netþjónabúi eða einhverju þannig hér á landi.

Þetta er dæmi um hugsunarleysi hjá stjórnmálamönnum, fólkið biður um eitthvað og þeir henda bara einhverju í andlitið á okkur hugsunarlaust. Ég tel þetta vera hugsunarleysi á háu stigi og ég vona að það skapist einhver umræða um þetta í samfélaginu á næstu dögum eða vikum.

Ég nenni því miður ekki að lesa yfir þetta þar sem ég er í miðjum prófum en ég gat ekki lært með þetta hvílandi á hjartanu og varð að koma þessu frá mér, þannig innsláttar og stafsetningar villur eru óumflýjanlegar í þetta skiptið
Ekkert sniðugt hér