Eins og þreyttir svarendur huga.is vita er fólk mjög duglegt við að nota allar leiðir til þess að komast hjá því að nota google við lausn vandamála sinna. Hvaða hvöt þetta er vita fæstir, en hún er útbreidd og ótrúlega þreytandi.

Ég ákvað að gera könnun á fjölda fyrirspurna sem sprottnar voru upp af þessari einkennilegu hvöt. Rannsóknirnar byggja á huglægu mati og í fæstum tilvikum eru nokkrar sannanir fyrir þeim.
Úrtakið eru tíu nýlegustu korkar í viðeigandi flokkum í Netið, Vélbúnaður, Windows og Tölvur og tækni.
Þeir sem vilja sanna þetta með aðstoð Google mega vel reyna. Ég hef nóg að gera við að svara 60% korkanna “Notaðu Google”.

1. Vandamál leysanleg með Google eða fyrri korkum:
36

2. Vandamál ekki leysanleg með Google:
14

3. Vandamál leysanleg með 5 sekúndna hugsun:
1

4. Tilkynningar (þ. a. l. ekki vandamál):
9

1: |||||||||||||||||||||||||||||||||||
2: |||||||||||||||
3: |
4: |||||||||

Af þessum 60 korkum báru 16 titil sem sagði manni ekkert um innihald hans.

Samkvæmt þessu væri korkakerfið 3.5-falt markvissara myndi fólk nota Google að staðaldri.

Fyrir þá sem ekki vita hvað Google er þá má benda á vefsetrið http://google.com sem hefur í sig byggða leitarvél sem leitar á veraldarvefnum og finnur hina ótrúlegustu hluti. Yfirleitt finnur maður nákvæmlega það sem maður var að leita að. Það er markverður árangur, og ástæða er til að benda fólki á þetta mikla undur.