Ég var að skoða Gmail póstinn minn í dag þegar ég rek augun í einhversskonar auglýsingu. Ég er ekki vanur því að sjá auglýsingar þarna á Gmail svo ég ákveð að skoða þetta nánar.
Þar stendur ‘Call and IM for free with Google Talk’ ég smelli á það og við það fer ég á síðuna http://talk.google.com og sé að þetta virðist bara vera ein mesta snilldin.
Þarna er á ferðinni mjög lítill og nettur IM client (svona svipað og msn).
Ég næ auðvitað í þetta til að skoða það frekar. Til að byrja með var ég bara að spjalla við einn félaga minn og ég elskaði þetta. Engir asnalegir broskallar (ef maður skrifar :P þá verður það öðruvísi á litinn (blátt) en engar myndir). Svo finnst mér líka þægilegri uppsetning á þessu en msn, glugginn er lítill og ég kæmi örugglega 20-30 fyrir á skjánum hjá mér, opnum, í einu. Og ef maður segir marga hluti í röð þá kemur nafnið manns bara einu sinni, svo er það bara text-indent (svona eins og tab) sem kemur í byrjun hinna línanna. Þetta er svona draumur þeirra sem aðhyllast minimalisma.
Svo nær maður að plata nokkra aðra til að skoða þetta. Þegar ég er búinn að opna nokkra spjallglugga sé ég svo að gluggarnir opnast ekki svona eins og í msn (kannski 30 gluggar og þá er hver og einn sér á task stikunni) heldur nestast þeir svona skemmtilega. það er líka hægt að smella á stikuna hjá nafninu á þeim sem maður er að tala við og þá skreppur sá spjallgluggi saman en samt sér maður ef hann skrifar eitthvað.
Ég er á því að þessi IM client sé klárlega málið fyir þá sem vilja nota þetta til að tala saman. Enda er ekkert svona send file (notar bara gmail í það), webcam eða slíkur stuðningur en þessi ‘call’ fítus er mjög þægilegur og virkar vel.
Þetta forrit er miklu hraðara en msn, notar helmingi minna minni en msn, og má því með sanni segja að þetta sé mun nettara forrit.
Ég held að þetta verði mjög gott og vonandi vinsælt, ef þið viljið þetta, og eruð ekki með gmail getið þið annað hvort kippt í vin ykkar sem er með það eða sent mér pm :)
“If it isn't documented, it doesn't exist”