Jæja nú hefur það komið uppá dagin að Sæstrengurinn sem við íslendingar fáum internetið okkar í gegnum og gegnir lykilhlutverki í þeim málum er en og aftur fallinn í valinn svo internetið er núna tekið í gegnum varastreng nokkurn sem gerir okkur kleift að nota netið, en á lélegri hraða en 56k. Semsagt bara alger neyðarstrengur.

En allt getur gerst á líðandi stundu en þegar þetta er orðinn tíður gestur á heimilum landans að netið sé í tómu tjóni þá er manni ekki lengur til seturnar boðið, En sem betur fer sáu efrimáttarvölinn þetta fyrir og gáfu okkur í staðinn gott veður sem með einhverju móti bjargaði deiginum, en fyrir fólk sem vann úti 8-10 tíma í dag og kemur heim langar að vera í rólegheitum á netinu sínu í einhvern tíma og verður fyrir þessum gífulegu vonbrygðum, en þó mátti alveg búast við þessu þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það annað í þessum mánuði.

Tengingin sem ég nota er í gegnum símarfyrirtækið Ogvodafone og hefur það reynst mér svona upp og niður. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að þetta er ekki í þeirra verkahring en þó finnst mér eithvað hægt að segja betur en “það er ekkert sem við getum gert” og allavegna reynt að hafa fyrir því að gleðja notendurnar meðþví að fella niður 10% gjalds í þessum mánuði til að virkilega sýna að þeim er ant um að fólkið sitt og sýna samtöðu í verki.

Vildi bara lýsa yfir óánægju minni við þessi vinnubrögð og það að þetta sé ekki þeim að kenna er engin afsökun, þeir versla við þetta fyrirtæki og ef það getur ekki staðið sig þá er það víst þeim að kenna því þetta er brot á þeirra trausti.

Ég þakka fyrir mig Og afþakka kommennt sem tengjast því að “þú” sért of svalur til að nota netið og þetta skipti þig ekki máli, eða þú spilir bara counterstrike eða einhverja leiki á innanlandserverum og þetta hafi engin áhrif á þig.

Takk fyrir.