Fyrir stuttu var ég að uppfæra öll þessi “litlu” forrit sem maður notar svo mikið, AcdSee, Adobe Agrobat Reader og öll þessi skemtitlegu forrit en þegar ég fór inn á download.com tók ég eftir að þessi litlu forrit voru ekkert lítil ennþá, AcdSee var einu sinni um 1,5 mb núna er það rúm 11 mb, Agrobat Reader einu sinni ca 2 mb núna 8,6 mb. Ég fór að spá í stærðinni svolítið en skildi það bara alls ekki en þegar ég opnaði forritin tók ég eftir ástæðunni. AcdSee sem var einu sinni svo lítill og handhægur var allt í einu komin með fullt af aukatólum sem ég hef aldrey spáð í að nota og mun án efa ekki nota. Mér hefur alltaf fundist að ef að fyrirtæki gerir forrit sem virkar vel á það aðeins að laga villur í næstu útgáfu en ekki reyna að breyta litlu forriti í sama standard og t.d. PaintShop eða PhotoShop.

En þetta eru bara pælingar.