Þann 14 Janúar síðastlitðinn fékk ég tölvupóst frá Simnet, varðandi nýtt verðþak á erlendi niðurhali.

Í bréfinu stóð meðal annars:
“Ákveðnir skilmálar eru tengdir verðþakinu sem er nú hluti af skilmálum Internetþjónustu Símans. Skilmálarnir fela það m.a. í sér að Síminn áskilur sér rétt til að bregðast við ef notkun einstakra viðskiptavina fer að hafa áhfir á gæði tenginga annarra viðskiptavina…”

Svo stendur “Frekari upplýsingar varðandi verðþakið og Internetþjónustu Símans er hægt að nálgast á www.siminn.is/adsl”

Ég fór inn á þessa slóð og fann engar upplýsingar tengdar skilmálum verðþaksinns.


Ég hringdi þrjú símtöl í Þjónustuver símans yfir helgina og fékk engin svör. Enginn þar gat sagt mér neitt annað en, ef að notkun mín flokkist sem “óhóflegt niðurhal” þá verði ég rukkaður fullt gjald fyrir allt gagnamagnið.

Ég spurði hversu mikið óhóflegt væri og þá sagði hún fyrst “Tjah.. ef það fer yfir 40GB,.. nei bíddu aðeins”, og svo vildu hún ekkert nefna neina tölu eftir það og dróg til baka þessi 40GB.

Mér var sagt að hringja aftur eftir helgi.
Í gær reyndi ég að ná sambandi og hékk á línunni í 20 min á bið þar til ég gafst upp.

Áðan var ég í 30min á bið hjá þjónustuverinu þar til ég fékk nóg, ég hringdi í Útibú Símanns í Kringlunni og talaði við Guðmund Jóhannsson og bað hann að senda mér á tölvupósti hina nýju skilmála Simnets, þessa varðandi Verðþakið.


Það eina í skilmálunum tengt erlendi niðurhali er gr. 14.
Síminn áskilur sér rétt til að takmarkaþjónustu til rétthafa tengingar, sé hann uppvís að síendurteknu óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á tengingar annarra viðskiptavina. Síminn mun þá senda viðkomandi tölvupóst þar sem hann verður aðvaraður varðandi frekari niðurhali. Bregðist hann ekki við mun Síminn takmarka þjónustuna tímabundið.


Enn og aftur er talað um óhóflega notkun, en ekki kemur fram hversu mikil notkun það er.

Ég er með ADSL 3000.
Með hámarksnýtingu á 30 mánaða tímabili ræður tengingin mín við að ná í 949,21 GB af gögnum.

Að ná í 40 GB af efni yfir 30 mánaða tímabil, eins og konan hjá símanum kallaði óhóflega notkun, gerir 3.1% nýtingu á tengingunni.

Við að hlusta á útvarpsrás gegnum netið í 30 daga skilar af sér 59,32 GB í niðurhal (miðað við 196Kbit hljómgæði), sú notkun væri 6.2% nýting á tengingunni.


Lagalega séð er ólöglegt að selja út þjónustu sem ekki er hægt að uppfylla, sé þess ekki getið í skilmálum sem kaupandi\neytandi samþykkir.

Ef Síminn býður ókeypis niðurhal, og ætlar að hafa smátt letur er segir “Uppað 4% nýtingu” þá segi ég TO HELL WITH IT!

Ég myndi ekki sætta mig við að borga af GSM síma sem ég mætti einungis tala í 1 klukkutíma á dag (4% nýting), án þess að þurfa að borga einhvað sér gjald, EFTIR að mér hafi verið seld þjónustan og talin trú um að ég þyrfti ekkert að borga (Samhv auglýsingum í fjölmiðlum.)


Hver er ykkar skoðun á málinu?