Ég sagði og hugsaði “KÚL” þegar ég sá fyrstu auglýsingarnar frá Hive: Ókeypis download. 8, 12 og 20 Mbit hraði!

En ég er skeptískur að eðlisfari, og hoppaði ekki alveg upp úr stólnum við þetta, heldur fór ég á stúfana og rannsakaði þetta nánar. Vildi ég fá svör við nokkrum spurningum sem komu upp í huga.

1. Þarf að borga til Símans vegna ADSL tengingar?
Nei, ekki þarf að borga neitt! Aðeins þarf að borga til Hive.

2. Stærð útlandatengingar?
Að mínu mati doldið stór spurning, því ef Hive er með aðeins 2mbit tengingu við útlönd þá væri varla hægt að gera neitt ef þúsund manns eru á sömu tengingu.
En þeir hjá Hive vissu ekki svarið við þessu í símanum, þannig að þetta er enn ósvarað. Vonandi setja þeir þessar upplýsingar á vefinn svo fólk átti sig á því hvað dyrnar til umheimsins eru stórar :)

3. Hvaða búnað fær maður?
Að kostnaðarlausu (miðað við 12mán binditíma) fær maður ADSL2 módem í tölvuna, EÐA þráðlausan router/hub (access point) en þú verður sjálfur að útvega þér þráðlaust netkort.



Mér heyrist að mjög margir eigi eftir að skipta yfir til Hive, ódýrt, mikill hraði og engin gagnaflutningsgjöld.

En spurning hvort menn eigi að hoppa til akkúrat í dag og skipta yfir til Hive, og binda sig í 12 mánuði? Ég ætla a.m.k. sjálfur að bíða eftir svörum frá Símanum og/eða Vodafone, þeir HLJÓTA að koma með einhver svör við þessu, ég sé til hvað gerist fyrir mánaðarmót.