Einn góðan veðurdag ekki fyrir svo löngu ákvað ég að
skrá mig á Fólk.is og gerast bloggari eins og svo ótal
margir aðrir sem halda að þeir séu sniðugir og nútíma-
legir. Bloggið mitt átti reyndar ekki að ganga út á
neina alvöru heldur átti það fyrst og fremst að vera
bull og vitleysa og einkahúmor sem ég og vinir gætum
hlegið að.

Ég var hins vegar ekki lengi að átta mig á því að þetta
væri vonlaust á Fólk.is. Þar eru einfaldlega ekki nógu
margir möguleikar í boði.

Það sem er að Fólk.is er í fyrsta lagi útlitið. Þetta
staðlaða útlit sem er eins og öllum bloggunum sem þar
er að finna. Jú, það er kannski alveg hægt að breyta
bakgrunninum og titilmyndinni efst, og bæta við fleiri
síðum fyrir myndir og annað því um líkt, en meira er
ekki hægt að gera í þessu blessaða íslenska bloggkerfi.
Svo ætti varla að þurfa að minnast á valmöguleikana
með bendilinn. Þeir eru nefnilega algjörlega óþarfir og
fullkomlega tilgangslausir (og ljótir, ef menn vilja bæta
því við).

Draumar mínir fóru beint í vaskinn og ég varð þunglyndur
í margar vikur. Alveg þangað til ég rakst á Blogger.com.
Ég skráði mig inn og var fljótur að sjá þá möguleika sem
eru í boði hjá þeim. Þar er nefnalega hægt að breyta
útlitinu námkvæmlega eins og maður vill hafa það, með
HTML…

Útlitið komið eins og ég vildi, en þá var eftir þessi ljóta
auglýsing. Það er hægt að kóða hana í burtu (sem er vel
á minnst ólöglegt), en mun einfaldara er aðbiðja Blogger
fólkið um að fjarlægja hana. Það var ekki lengi að verða
við ósk minni. Sami árangur náðist ekki á Fólk.is. Réttara
sagt náðist enginn árangur í þeim efnum.

Svo er það eitt í viðbót. Netþjónn Fólk.is er svo hræði-
lega hægur. Allt of oft ræður hann ekki við fjölda heim-
sókna og maður þarf að bíða betri tíma. Blogger.com
á hins vegar ekki við neitt hliðstætt vandamál að stríða.

Ég hvet því fólk sem bloggar á Fólk.is, í gríni sem og í
alvöru, að skipta yfir á Blogger.com og njóta þeirra
möguleika sem þar bjóðast. Fólk.is er nefnilega algjört
rusl.

En svo vil ég spyrja, er til eitthvað betra en Blogger.com?