Eftir því sem vinsældir DCI á Íslandi aukast*, ætli líkurnar aukist ekki jafnframt á því að “menn í æðstu stöðum” taki eftir starfseminni og spyrji í kjölfarið ýmissa óþægilegra spurninga? Hversu mikið af íslensku efni er á DCI sem er varið með höfundarréttalögum? Ætli vinsældir DCI hafi engin áhrif á sölutölur þeirra sem selja geisladiska hér á landi (sér í lagi þar sem geisladiskar eru svo dýrir)?

Nú hefur ekki fallið dómur á Íslandi um slíka samnýtingu gagna (“file sharing”) en það hlýtur þó að vera tímaspursmál þar til einhverjar línur verði dregnar í þjóðfélaginu um hvað megi og hvað megi ekki. Auðvitað vonar maður að slíkur dómur yrði í anda dómsins sem féll um DVD-Jón í Noregi (sjá frétt í Aftenposten: http://www.aftenposten.no/english/local/article.jhtml?a rticleID=696330) en engu að síður hljóta líkurnar á því að teljast afar litlar.

Hvað finnst mönnum um DCI á Íslandi og höfundarréttarlög?

* Fyrir þá sem ekki vita er DCI á Íslandi þjónusta sem gerir nettengdum tölvum kleift að deila með sér stafrænu efni ss. Tónlist og DVD efni. (slóð: http://www.dci.is)