Tölvupóstur er jafn opinn og póstkort. Allir bréfberar á leiðinni geta lesið það.

Af hverju í ósköpunum eru svo fáir að nota dulmálskóðun ?

www.pgpi.com er alþjóðlega útgáfan af PGP, ágætisforriti sem virkar vel á móti flestum póstforritum á fjölda platforma.

En af hverju er fólk ekki að nota þessa tækni, hvort sem það er þetta forrit eða eitthvað annað ?

Er vitneskja almennings ekki nægjanleg um hve eðlilegt það sé að dulmálskóða. Maður setur bréf í umslög, dulmálskóðun á pósti er rafrænt ígildi þess. Hvað má gera til að auka þessa vitund ? Þarf virkilega eitthvað neikvætt til þess…einhver crackar sig inn á einhver ISP og stelur haug af pósti….eða er hægt að koma vitundinni inn til almennings á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Eru forritin ekki nógu notendavæn ?

Verðmæti nets, hvort sem það er netkerfi, eða net af fólki sem vinnur saman, eykst með fjöldanum í öðru veldi. Þannig að það er ekki fyrr en nægilegur fjöldi fer að dulmálskóða tölvupóst með sama að það fer að skipta máli.

Svar við könnuninni : Ég vildi gjarnan dulmálskóða allan póst, en enginn þeirra sem ég sendi póst reglulega notar kóðun…..

Þetta er mikilvægt…hvernig komum við þessu á….vantar íslenskan keyserver…þeir erlendu svara reyndar ágætlega…ekki bandbreiddarskortur eða pingtímavandamál þar…

Hugmyndir any1.

kv.
DaXes