Smá mynd sem ég gerði nýverið, hún er einnig inn á DA. …mig langar að læra að búa til teiknimyndir…
Tvær myndir í þeim stíl sem ég enda yfirleitt með að teikna í þegar mér leiðist(kengfatlaðar lífverur að gera furðulega hluti).
Þetta er búið að vera í hausnum á mér sem hugmynd í meira en eitt og hálft ár. Fyrst um daginn datt mér loksins í hug að sparka í rassgatið á mér og setja það á blað. Kom bara þokkalega út, miðað við að ég er ekki búin að teikna neitt af viti (þ.e.a.s. penna og lita) í meira en mánuð…