Mér finnst myndlist hérlendis ekki endurspegla hvaðan við komum líkt og myndlist gerir á Indlandi til dæmis. Hún endurpeglar miklu frekar hverjum við erum að reina að herma eftir, eða endurspeglar peningagráðugt fólk sem vill borga mikið fyrir “bara einhvað verk” svo fremur að það sé nógu dýrt, helst með verðmiðanum alltaf föstum á!

Þetta furðulega myndlistatímabil sem við lifum í nú á rætur sínar að rekja í þjóðfélagsbreitingum.
Fólk er tilbúið að borga háar upphæðir fyrir einhvað sem fólk sér að er dýrt, eins og verk eftir einhvern ung-listamann úr 101.
Verkið er oft ekkert spes að horfa á, en allir horfa samt á það með hrifningu eins og, samanber “Nýju fötin Keisarans”..

Ég myndi kalla þetta tímabil “allt-er-list-tímabilið”, sem á vel við þar sem allt er list í augum þessara ung-listamanna.
Svalafernan í ruslinu er list samkvæmt þeim.

Þetta er ástand sem gengur frá myndlistinni, því almenningur ber hana ekki lengur augum. Því hún vekur engan áhuga fólks. Þetta er orðið einka hobbí ríku gólfaranna, sem safna að sér dýrum hlutum í höllina sína.

Jæja, þetta er vandamálið,,
en hvert er þá svarið?

Breitum forminu, það þarf að fá öflugan hóp listamanna sem fara ekki eftir sömu reglum og þessir nýlistamenn.
Það þarf djarfa menn sem segja, list er skilgreining yfir einhvað, EKKI allt!
List á að vekja áhuga, list á að sýna fegurð og ljótleika, en ekki hin áhugaverðslausa ljótleika sem birtist í fatahrúgu eða rusli!
List á að bera með stolti EKKI rusli!

Forfeður okkar bjóu til skreitta steina ritaða rúnum, leirker, skreitta stóla fulla af smáatriðum.
Þeir bjóu til hallir, hof, staf-kirkjur og torfbæji.
Hvar er þessi list “OKKAR” í dag, já ég segi okkar list! Ekki einhvað nýtísku bull frá Frakklandi!
Ég veit ekki til þess að það sé einhverstaðar hér á Íslandi sex metra hár rúnasteinn í allri sínni litadýrð, sem endurspeglar hversu ríkir við Íslendingar erum af menningu!

Kristnir menn bönnuðu þessa list okkar. En núna ráða þeir ekki lengur yfir Íslandi og lýðræði snéri aftur! Þessvegna segji ég, við skulum hefja nýtt tímabil.
Tímabil er ég kalla Endureisn Goða.
Legg ég til að fengnir verðir norskir smiðir og að hér verði reistar stórar hallir í stíl þeirra og glæsilegustu hof.

Myndlist yrði færð yfir í skiljanlegar myndir sem fengju fólk til að hugsa: “þvílík fegurð!”..
Eða fengji fólk til að gráta og sýna tilfinningar!
Tilfingalaus fatahrúga getur ekkert af þessu!!!

Og þó svo ég standi aðeins einn af þessu, þá mun glæsileiki þessarar stefnu hrífa mun fleiri en munu nokkurtíma urða á þessa gjörnings-listastefnu!
Ferðamenn myndu miklu frekar líta við á sýningum mínum sem endurspegla þessa ríku menningar arfleið okkar Íslendinga.

Lifi Ísland í allri sinnir dýrð og fegurð, og á listin, JÁ listin, hún á að endurspegla fegurð þessa lands eins og Kjarval gerði forðum.